1887

OECD Multilingual Summaries

Perspectives on Global Development 2013. Industrial Policies in a Changing World

Summary in Icelandic

Cover
Read the full book on:
10.1787/persp_glob_dev-2013-en

Sjónarmið um hnattværa þróun 2013 Iðnaðarstefna í breyttum heimi

Útdráttur á íslensku

  • Síðustu tvo áratugi hefur orðið tilflutningur á þungmiðju hins hnattværa hagkerfis til Asíu og suðurhvels jarðar. Síðan á miðjum tíunda áratugnum hefur verg landsframleiðsla stórra landa með fjölmenna stétt manna með meðaltekjur farið umtalsvert fram úr þróunina hjá OECD löndunum.
  • Þrátt fyrir áhyggjur vegna þessarar nýlegu hægingu á þróun þá er þessi tilflutningur auðs kerfislægt fyrirbæri sem mun halda áfram í framtíðinni og móta þróun efnahagsmála.
  • Með þetta sem bakgrunn hafa flest þróunarlönd bætt þjóðhagslegan rekstur sinn og hafið innleiðingu á iðnaðarstefnu þar sem tekið er á skipulagslegum vandamálum til lengri tíma.

Tilflutningurinn í hinu hnattværa hagkerfi veitir tækifæri til samkeppni og kallar á lausn vandamála af hálfu stefnumótandi aðila í þróunarlöndunum. Ný form erlendra fjárfestinga og dreifing á atvinnustarfsemi sem skapar miklar tekjur sem áður var haldið heima við í þróaðri löndum veita nú tækifæri til náms, nýsköpunar og þáttöku í nýrri starfsemi og verksviðum. Samtímis hefur vöxtur „millistéttar" opnað upp nýja neytendamarkaði. Þróun á vörum og þjónustu sem sniðin er að þessum nýju neytendum og aðlögun á lausnum sem þegar eru til staðar að þörfum innanlands gæti skapað hvata til að auka fjölbreytni og bæta gæði innlendrar framleiðslu. En samkeppnin er hörð og sívaxandi og ýtir stöðugt á fyrirtæki að efla möguleika sína til nýsköpunar með skjótum hætti til að ná til nýrra viðskiptavina.

Margir þættir hafa áhrif á ábatann af þessum tækifærum og möguleikana á að takast með árangursríkum hætti á við þessi vandamál, meðal annars náttúruauðlindir landa, stærð, aðlögun að heimsmörkuðum og aðferðir við stefnumótun. Sem dæmi hafa hagkerfi, sem búa yfir ríkulegum auðlindum, hag af bættum viðskiptaskilyrðum en þau standa einnig frammi fyrir vandamálum í sambandi við fjárfestingu í nýjum atvinnuvegum, eflingu á framleiðslu og aukningu í fjölbreytni útflutningsafurða. Sum þessara landa leitast við að nýta betur tiltækar tekjulindir til að fjármagna þróun iðnaðar og landssvæða. Auk þess gætu lítil hagkerfi sem eru aðlöguð að alþjóðlegri virðiskeðju fært sér í nyt ný form erlendra fjárfestinga til að mynda tengsl við innlend hagkerfi, að því tilskildu að þau innleiði hagkvæm grunnvirki og stefnumótun varðandi starfsmenntun. Að lokum njóta stór hagkerfi góðs af vaxandi eftirspurn innanlands sem uppsprettu vaxtar og þau leitast einnig við að skoða ný form samvinnu við erlend fyrirtæki til að efla flæði tækniþekkingar og smitáhrif til innlendra fyrirtækja.

Síðan á síðasta áratug hafa mörg þróunarlönd sýnt endurvakinn áhuga á stefnu í iðnþróun. Þau leitast við að auka fjölbreytni og leita inn á ný svið og starfsemi ásamt því að bæta gæði innlendrar framleiðslu. Umbreyting framleiðslufyrirkomulags þeira er í auknum mæli talin vera hluti af aðferðum til að efla sjálfbæran vöxt á breiðum grundvelli. Lönd eins og Brasilía, Kína, Indland og Suður‑Afríka notast við áætlanir eins og tæknisjóði atvinnugreina og opinber innkaup til að fjármagna og efla nýsköpun og uppfæra framleiðslu á þeim sviðum sem njóta forgangs. Þessi lönd efla einnig stofnun nýrra fyrirtækja, einkum frumkvöðla í starfsgreinum sem tengjast upplýsinga‑ og samskiptatækni. Sum lönd, svo sem Brasilía, Marokkó og Indland notast í sífellt auknum mæli við erlendar fjárfestingar sem tæki til að efla nýsköpun og endurbætur í iðnaði með því að halda á loft nýjum tengslum milli fjölþjóðafyrirtækja og innlendra aðila og setja í forgang að laða að starfsemi sem kallar á aukna þekkingu sem gæti leitt til smitáhrifa á innlenda hagkerfið. Aðrir leita nýrra leiða til að efla samkeppnishæfni núverandi fyrirtækja með því að efla þróun klasafyrirtækja og styrkja tengingar fram á við og til baka. Að endingu skapar leitin að varanlegri þróun enn frekari tækifæri á nýjum tæknisviðum og í nýjum tegundum umhverfisvænna viðskiptahátta.

Við hönnun og framkvæmd á sviði iðnþróunarstefnu standa þróunarlöndin frammi fyrir þeim vanda að þurfa að yfirstiga hindranir af margvíslegu tagi, einkum hvað varðar verkkunnáttu, fjármögnun nýsköpunar og lítilla og meðalstórra fyrirtækja svo og innviða bæði lagna‑ og samskerfa og fyrirtækja og stofnana. Flest þeirra koma fram með nýjar aðferðir sem virkja fjárfestingar í samstæðum til að takast á við ólíkar hindranir og til að færa sér í nyt samlegðaráhrif milli athafna hins opinbera á ýmsum sviðum. Þau beina athygli sinni einkum að eftirfarandi atriðum:

  • Þjálfaðir starfsmenn eru nauðsynlegir til að uppfæra iðnstarfsemi þar sem þetta eflir nýsköpun og stuðlar að því að löndin færast ofar í hnattværum tengslum verðmætasköpunar. Þrátt fyrir þetta tryggir mikil fjárfesting í menntun ekki að sú hæfni sem nauðsynleg er muni endilega samsvara kröfum framleiðslugeirans eða að mannauður nýtist á sem ábatasamastan hátt.
  • Fjárfestingum í nýsköpun, stofnun nýrra fyrirtækja og aukinni framleiðni hjá litlum og meðalstórum fyrirtækjum eru iðulega settar hömlur vegna skorts á fjárfestingum. Opinberar fjármálastofnanir, einkum þróunarbankar auka sífellt stuðning sinn á þessum sviðum.
  • Skortur á uppbyggingu innviða er enn meiri háttar hindrun fyrir aukið samkeppnishæfi (um 60% af innviðum heimsins er að finna í hátekjulöndum, 28% í löndum með miðlungstekjur og 12% í lágtekjulöndum). Til að efla framfarir gera þróunarlöndin sér í auknum mæli grein fyrir að það er ekki aðeins nauðsynlegt að fjárfesta meira í innviðum heldur þarf einnig að bæta ákvarðanatöku á þessu leyti.

Mjög mikilvægt er að takast á við framleiðslutækifæri og vandamál sem þeim tengjast. Iðnþróunarstefnur eru þó ekki nein trygging fyrir árangri. Einnig er mjög mikilvægt að til staðar sé fjármagn, skuldbindingar til lengri tíma, möguleikar á framkvæmd og eftirlit. Samræming á aðgerðum a mörgum sviðum og hæfni til að breyta um stefnu ef markmið nást ekki fram eru einnig mikilvægir þættir. Mörg þróunarlönd standa frammi fyrir innri þrýstingi sem hindra eða tefja fyrir því sem annars væru æskilegar breytingar, reyndar er það svo að þegar hráefnisverð hækkar reynist hvatinn til að þróa nýja starfsemi vera lítill. Auk þess er mikil hætta á að stefnu iðnþróunar bíði skipbrot: Ósamræmi í upplýsingagjöf dregur úr hæfni ríkja til að sinna skipulagsstarfsemi, ríkisstjórnir standa frammi fyrir hindrunum sem tefja fyrir nákvæmari samræmingu á aðgerðum og erfitt er að draga stuðning til baka þar sem hagsmunaaðilar munu leitast við að koma í veg fyrir breytingar. Efling á valdi stofnana og hvetjandi áætlanir fyrir stjórnendur sem byggja á frammistöðu geta stuðlað að því að draga úr hættunni á að hagsmunaaðilar nái yfirhöndinni.

Að endingu þá er stefnumótun í iðnaði mjög háð aðstæðum og tímamörkum. En sameiginlegar kröfur til að hanna og innleiða stefnu í iðnaði í þróunarlöndum fela í sér meðal annars: i) aukna getu til að skapa og meðhöndla upplýsingar til að framkvæma greiningu og skilgreina árangursvísbenda; ii) svigrúm til samræðna við einkageirann til að stofna til samvinnu og skapa samvirkni í fjárfestingum; og iii) hæfni til samræmingar til að aðlaga starfsemi stjórnvalda og aðila á ýmsum sviðum, meðal annars verkkunnáttu, skipulagi inniviða og fjárfestinga til lengri tíma. Þar af leiðir að hönnun og innleiðing á stefnumótun í iðnaði myndi hagnast á viðræðum um samræmingu um skipulag milli jafningja á meðan löndin læra tökin á að innleiða stefnur með því að prófa sig áfram og með því að deila þekkingu með öðrum.

Í 1. kafla þessarar skýrslu er yfirlit yfir hvernig þróun á tilfærslu auðs hefur verið háttað hingað fram að þessu en í 2. kafla er farið yfir með hvaða hætti þessi þróun hefur áhrif á þróunarlöndin. Í 3. kafla er lýsing á endurnýjuðum áhuga á iðnþróunarstefnu í þróunarlöndunum en í 4. kafla er lýst helstu vandamálum sem þau standa frammi fyrir við innleiðingu slíkrar stefnumótunar. 5. kafli er greining á ósamræmi í starfsþekkingu í þróunarlöndum og farið yfir stefnur til að lagfæra það. 6. kafli inniheldur lýsingu á vandamálum sem lítil og meðalstór fyrirtæki í þróunarlöndunum standa frammi fyrir við að útvega fjárfestingar og þær nýju stefnur sem þarf til að takast á við þau. 7. kafli beinir athyglinni að hindrunum í innviðum, greinir leiðir til að bæta stjórnun á stefnumótunarferlinu en í 8. kafla er farið yfir þá stjórnmálalegu erfiðleika sem yfirstíga þarf til að innleiða iðnaðarstefnu.

© OECD

Þessi útdráttur er ekki opinber OECD þýðing.

Eftirprentun þessa útdráttar er leyfileg, að því tilskildu að getið sé höfundarréttar OECD og titils upprunalegu útgáfunnar.

Fjöltyngdir útdrættir eru þýdd ágrip af útgáfum OECD sem upphaflega voru gefnar út á ensku og frönsku.

Þeir eru fáanlegir án endurgjalds í netbókaverslun OECD www.oecd.org/bookshop

Hafið samband við Réttinda- og þýðingareiningu OECD, framkvæmdanefnd fjölmiðlunar og almannamálefna ef frekari upplýsinga er þörf hjá: [email protected] eða með faxi: +33 (0)1 45 24 99 30.

OECD Rights and Translation unit (PAC)
2 rue André-Pascal, 75116
Paris, France

Heimsækið vefsíðu okkar www.oecd.org/rights

OECD

Read the complete English version on OECD iLibrary!

© OECD (2012), Perspectives on Global Development 2013. Industrial Policies in a Changing World, OECD Publishing.
doi: 10.1787/persp_glob_dev-2013-en

This is a required field
Please enter a valid email address
Approval was a Success
Invalid data
An Error Occurred
Approval was partially successful, following selected items could not be processed due to error