1887

OECD Multilingual Summaries

Green Growth Indicators 2014

Summary in Icelandic

Cover
Read the full book on:
10.1787/9789264202030-en

Vísar um vistvæna þróun 2014

Útdráttur á íslensku

Vísar OECD um vistvæna þróun eru skipulagðir með tilliti til þriggja meginmarkmiða: að stuðla að hagkerfi með litla kolefnanotkun og hagkvæma nýtingu auðlinda; að viðhalda náttúrlegum auðlindagrunni; að bæta almenn lífsgæði og innleiða viðeigandi stefnumótandi aðgerðir og gera sér grein fyrir efnahagslegum tækifærum sem vistvæn þróun býður upp á. Sex meginvísar eiga að koma á framfæri meginþáttum vistvænnar þróunar á raunsæjan hátt: framleiðni á sviði kolefnanotkunar og hráefna, margþætt framleiðni sem er leiðrétt vegna umhverfisþátta, stuðull fyrir náttúruauðlindir, breytingar í land‑ og jarðvegsnýtingu og váhrif íbúa af völdum loftmengunar.

Helstu skilaboð

Við efnahags‑ og fjármálakreppuna dró allnokkuð úr þrýstingi á umhverfið. Eftir því sem vöxtur hefur tekið við sér eykst þó þessi þrýstingur á mörgum sviðum og mun brátt ná hærri mörkum en fyrir kreppuna, geri stjórnvöld ekki ráðstafanir til að efla viðeigandi stefnumótun.

Aukið og stöðugt framtak þarf til að bæta hagkvæma notkun orku og náttúruauðlinda til að snúa umhverfisspjöllum við, stuðla að verndun náttúrugæða og bæta lífsgæði. Nauðsynlegt er að til komi samstillt átak yfirvalda á sviði fjármála, efnahags, iðnaðar og landbúnaðar og annarra ráðuneyta með stefnur er hafa áhrif á umhverfið og sem geta stuðlað að vistvænni þróun. Meginatriði er að byggja upp mannauð með þróun á sviði menntunar og þjálfunar.

Er okkur að takast að nýta náttúruauðlindir okkar auka þjónustu á hagkvæmari hátt með tilliti til umhverfisins?
  • Á síðastliðnu 20‑ára tímabili hefur framleiðni umhverfisáhrifa OECD hagkerfa með tilliti til kolefnanotkunar, orku og hráefna en miklar sveiflur eru í þessari þróun milli landa og atvinnugeira. Losun koltvísýrings og notkun jarðefnaeldsneytis hefur skilið sig frá hagvexti og endurnýtanleg orka er sífellt stærri hluti af tilraunum til að leita nýrra leiða og draga úr kolefnanotkun í orkubirgðum landa. Um þessar mundir framleiða OECD‑ríki meiri efnahagsleg verðmæti á hverja einingu af auðlindum heldur en árið 1990 og tilraunir til að endurvinna úrgang eru að skila árangri. Notkun næringarefna í landbúnaði fer einnig batnandi og sífellt dregur úr umframbirgðum miðað við afköst.
  • Þessi þróun á sér rætur í samvirkan margra þátta: aðgerðum í stefnumótun, efnahagslægð vegna kreppunnar; aukningu í þjónustugeiranum, útvistun auðlinda‑ og orkufrekrar framleiðslu og aukin velta í viðskiptum.
  • Á mörgum sviðum hefur aukningin í framleiðni verið lítil ásamt miklu álagi á umhverfið: útgufun kolefna eykst áfram, jarðefnaeldsneyti er enn ráðandi í nýtingu orkulinda og hagnast iðulega á stuðningi stjórnvalda; notkun auðlinda til að efla hagvöxt er enn á háu stigi og mörgum verðmætum efnum er áfram fargað sem úrgangi.
Hefur tekist að viðhalda náttúrlegum auðlindagrunni hagkerfanna?
  • Tiltækar upplýsingar til að meta náttúrlegar auðlindir eru ófullkomnar og af mismunandi gæðum. Framfarir hafa orðið í tengslum við stjórn á endurnýjanlegum náttúruauðlindum með tilliti til magns. Framleiðsla fiskafurða úr sjávarfangi hefur orðið stöðugri; nýting skógarafurða í hagnaðarskyni virðist sjálfbær og öflun endurnýjanlegra ferskvatnsbirgða er stöðug þrátt fyrir aukna eftirspurn.
  • Þó er heildarálag á náttúruauðlindir áfram hátt og mikil verkefni eru enn til staðar hvað varðar gæði náttúruauðlinda, þjónustu þeirra í vistkerfinu og samræmda stjórn þeirra. Svæði með líffræðilega fjölbreytni dragast saman og mörg vistkerfi eru að verða hrörnun að bráð. Hættur gagnvart líffræðilegri fjölbreytni eru miklar í þéttbýlustu löndunum og þar sem breytingar í landnotkun og þróun í innviðum hafa leitt af sér aukna uppskiptingu náttúrlegra búsvæða. Margar tegundir dýra og jurta eru í hættu, einn þriðji hluti af fiskistofnum heimsins er ofnýttur og skóglendi er víða ógnað af hrörnun, uppskiptingu og breytingu í aðrar gerðir lands. Álag á vatnsbirgðir er áfram mjög mikið; í sumum tilfellum getur staðbundinn vatnsskortur hamlað efnahagslegri starfsemi.
Hafa menn ávinning af endurbótum á umhverfisþáttum?
  • Flestir í OECD‑ríkjum munu hafa ávinning af endurbótum á hreinlæti; næstum 80% munu hafa ávinning af skólphreinsun. Váhrif á menn vegna loftmengunar frá brennisteinsvetni og svifögnum fara minnkandi. Um leið halda ósón við jörð, nituroxíð og mjög örfínar svifagnir áfram að hafa áhrif á heilsu manna. Áætlanir á kostnaði vegna loftmengunar í OECD‑ríkjum benda til að ábati af því að draga enn meira úr mengun gæti verið umtalsverður. Einnig er áfram við vandamál að etja við endurbætur á vatnsveitu‑ og skólpveitukerfum sem eldast og við aðgang að afkastamikilli skólphreinsun í litlum og einangruðum byggðum.
Skapar vistvæn þróun efnahagsleg tækifæri?
  • Efling á sér stað í tilraunum landa til að innleiða stefnu varðandi vistvæna þróun með því að styðja við nýja tækni og nýsköpun og í notkun efnahagslegra úrræða. Á hinn bóginn eru takmarkaðar upplýsingar fáanlegar um efnahagsleg tækifæri á sviði starfa og samkeppnisfærni sem eru afleiðingar af stefnumótun í vistvænni þróun. Erfitt er að höndla síbreytilegar hliðar vistvænnar þróunar tölfræðilega og margar tilraunir til mælinga hafa beinst að "vistvænni starfsemi" frekar en að "vistvænni umbreytingu" hagkerfisins og hnattværum aðfangakerfum.
  • Þær atvinnugreinar sem skapa umhverfisvænar afurðir og þjónustu eiga vaxandi (en þó fremur lítinn) hlut að hagkerfinu. Fjárframlög hins opinbera til rannsókna og þróunar sem beinast að hagkvæmni á sviði umhverfis og orkumála hafa aukist og sama má segja um "vistvæn" einkaleyfi. Notkun umhverfistengdar skattlagningar er að aukast en er enn takmörkuð í samanburði við vinnutengda skatta. Sá hlutur stuðnings við bændur sem leggur mest álag á umhverfið hefur dregist saman en sá hlutur sem tekur til umhverfiskrafna hefur aukist.
  • Aukning hefur orðið í alþjóðlegu flæði fjármagns sem eflir vistvæna þróun. Meðan kolefnismarkaðir drógust saman vegna fjármálakreppunnar og minnkaðrar iðnframleiðslu komu ný tækifæri fram á sjónarsviðið á sviði hreinnar orku þar sem alþjóðlegar fjárfestingar hafa farið fram úr fjárfestingum í jarðefnaorku. Ný tækifæri hafa einnig komið fram með því að fjármálastofnanir hafa gefið út vistvæn skuldabréf og útflutningslánastofnanir auðvelda fjárfestingu einkaaðila í verkefnum sem gangast undi mat á umhverfisáhrifum. Þróunaraðstoð vegna umhverfismála hefur aukist áfram og aðstoð fyrir endurnýtanlega orku hefur farið fram úr aðstoð við óendurnýtanlega.
  • Þó á sér stað mikil þróun á jaðarsvæðum og stefnumótun skortir iðulega samhengi sem grefur undan breytingunni yfir í vistvæna þróun. Ýmis lönd halda áfram að styðja við vinnslu jarðefnaeldsneytis og neyslu þess á margan hátt. Allar breytingar í orkusköttum, lágt skatthlutfall á eldsneyti með umtalsverð umhverfisáhrif og undantekningar vegna eldsneytis sem er notað í sumum atvinnugeirum standa í vegi fyrir breytingu yfir í lágkolefnahagkerfi. Umbætur á þeim gefa löndum kost á mikilsverðum tækifærum til að afla aukinna skatttekna en að ná samt umhverfismarkmiðum á hagkvæmari hátt.

© OECD

Þessi útdráttur er ekki opinber OECD þýðing.

Eftirprentun þessa útdráttar er leyfileg, að því tilskildu að getið sé höfundarréttar OECD og titils upprunalegu útgáfunnar.

Fjöltyngdir útdrættir eru þýdd ágrip af útgáfum OECD sem upphaflega voru gefnar út á ensku og frönsku.

Þeir eru fáanlegir án endurgjalds í netbókaverslun OECD www.oecd.org/bookshop

Hafið samband við Réttinda- og þýðingareiningu OECD, framkvæmdanefnd fjölmiðlunar og almannamálefna ef frekari upplýsinga er þörf hjá: [email protected] eða með faxi: +33 (0)1 45 24 99 30.

OECD Rights and Translation unit (PAC)
2 rue André-Pascal, 75116
Paris, France

Heimsækið vefsíðu okkar www.oecd.org/rights

OECD

Read the complete English version on OECD iLibrary!

© OECD (2013), Green Growth Indicators 2014, OECD Publishing.
doi: 10.1787/9789264202030-en

This is a required field
Please enter a valid email address
Approval was a Success
Invalid data
An Error Occurred
Approval was partially successful, following selected items could not be processed due to error