1887

OECD Multilingual Summaries

OECD Communications Outlook 2013

Summary in Icelandic

Cover
Read the full book on:
10.1787/comms_outlook-2013-en

Horfur í fjarskiptum OECD 2013

Útdráttur á íslensku

Helstu niðurstöður

Árið 2011 var heildafjöldi fjarskiptaleiða innan OECD 2,066 milljónir eða 166 áskriftir á hverja 100 íbúa. Farsímaáskriftir voru 65,4% af þessum leiðum samanborið við 64% árið 2009 og hefðbundnum fastlínuáskriftum heldur áfram að fækka. Fjöldi breiðbandsáskrifta með ljósþræði jókst um 16,61% milli áranna 2009 og 2011. Vinsældir snjallsíma hafa örvað aukna notkun á háhraðatengingum fyrir farsíma. Meðalfjöldi áskrifta á farsímaaðgangi að Netinu í OECD‑löndunum í heild jókst í 56,6% í júní 2012 frá aðeins 23,1% árið 2009.

Verð hafa lækkað á fastasímatengingum talsíma og enn greinilegar á farsímatengingum talsíma á milli áranna 2010 og 2012 og er lækkunin umtalsverð á öllum notkunarsviðum að undantekinni fastaþjónustu við viðskipti.

Verð á áskriftarleið sem byggir á þráðlausu breiðbandssambandi við fartölvu (tilboð lægri en 500 Mb á mánuði) er USD 13,04 að meðaltali í OECD‑löndunum í miðað við jafnvirðisgengi enda þótt það sé allt að USD 30 í sumum löndum. Meðalkostnaður fyrir 10Gb áskriftarleið var USD 37,15. 250 Mb pakki fyrir spjaldtölvu kostaði USD 11,02 á mánuði að meðaltali. Verð á 5 Gb áskriftarleið fyrir spjaldtölvur var USD 24,74 að meðaltali en spannaði allt frá USD 7,98 (í Finnlandi) til USD 61,84 (á Nýja Sjálandi).

Samskiptaþjónustur sem áður voru aðskildar renna hratt saman og breytingin yfir í stafræn kerfi ásamt innleiðingu nýrra fasttengdra og þráðlausra kerfa auka bandbreiddina sem er tiltæk handa öllum gerðum samskiptaþjónustu. Dæmi frá Netinu eru skjót viðbrögð við 4G staðlinum fyrir farsímakerfi sem hefur verið í þróun í lengri tíma og byggir á netsamskiptareglum (Internet Protocol, IP) eingöngu og við að nota LTE (VoLTE) staðalinn sem hugbúnað; pöntunarsjónvarpi (Video on Demand) og myndstreymi (live streaming) í símaþjónustu kapalfyrirtækja, þjónustuaðila gervihnatta, útvarpsstöðva og annarra þjónustuaðila sem byggja á netskýsþjónstu ásamt öðrum efnisveitum frá þriðju veitendum (over the top).

Tekjur af fjarskiptum lækkuðu umtalsvert árið 2009 en jöfnuðu sig árið 2010 og náðu sér aftur á strik árið 2011. Þetta má ætla að sé afleiðingin af styrk fjarsímamarkaðarins og sér í lagi auknum vinsældum snjallsíma á þessu tímabili. Langstærstur hluti notkunar sem kom frá snjallsímum eða spjaldtölvum er í sambandi við notkun fastra tenginga með þráðlausu (Wi‑Fi) sambandi frekar en notkun farsímanetkerfa. Fastar tengingar hafa í rauninni orðið millitenging (backhaul) fyrir farsíma og þráðlausan búnað og sumar rannsóknir halda því fram að 80% þeirra gagna sem notuð eru í farsímum komi gegnum þráðlausar tengingar við fasttengd netkerfi.

Tekjur sem hafa má af gagnaþjónustu hafa aukist með tveggja stafa tölum í flestum OECD‑löndum og gagnaflutningur er nú helsta tekjulind netþjónustuaðila. Enda þótt umtalsverð tækifæri séu í nýjum gerðum af þjónustu svo sem greiðslum gegnum farsíma þá felast þau í raun í gagnaflutningi í tengslum við samstarfsaðila, t.d. lánastofnanir. Ekki telja margir að von sé á aukningu í hefðbundinni þjónustu svo sem símaþjónustu eða SMS ef tekið er tillit til hlutdeildar þessara liða í tekjum.

Lykillinn að velgengni farsímavistkerfisins hefur verið að til staðar er nægileg samkeppni í útvegun á uppbyggingu grunnvirkja netkerfa og þjónustu út frá þeim. Þessi samkeppni hefur knúið suma þjónustuaðila til að opna aðgang viðskiptavina og deila honum með þeim með mun meiri árangri hefði gerst með því að setja upp eftirlitsyfirvöld.

Netið er enn í örum vexti en dregið hefur úr hlutfallslegri aukningu á vissum sviðum í samanburði við fyrri tímabil eins og búast má við með tilliti til þess hve þessari tækni hefur verið tekið opnum örmum. Netið, ásamt hliðrænum útvarpssendingum, er orðið að helsta drefingaraðila á hljóðsendingum. Umbreytingunni í stafrænt sjónvarp er næstum lokið á OECD‑svæðinu. Í mörgum löndum bjóða útvarpsrekendur efni sitt annað hvort í beinum útsendingum eða með endurútsendingum sjónvarpsefnis á Netinu. Áskriftir að pöntunarsjónvarpi hafa notið mikilla vinsælda.

Væntanleg vandamál

Stefnumótandi aðilar og eftirlitsyfirvöld eiga mikilvægu hlutverki að gegna til að tryggja nægilega samkeppni. Þetta felst m.a. í að ganga úr skugga um að fullnægjandi tíðniróf sé til staðar, nægilegur fjöldi af IP vistföngum eða öðrum úthlutunarleiðum á númerum vegna aðgangs nýrra aðila að markaðnum og að sanngjörn samkeppni ríki milli rekstraraðila og efnisveitna frá þriðju aðilum (OTT).

Nauðsynlegt er að tryggja að markaðir séu opnir fyrir þriðju aðilum og þjónustuaðilum sem nýta aðstöðu sem þegar er til staðar þannig að nýsköpun eigi sér stað í grunngerðum háhraðatenginga og þessi opnun er einnig afar brýn til að hægt sé að fjalla um mikilvæg atriði í atvinnugreininni og víðtækari hagræn og félagsleg vandamál.

Sífellt fleiri leiðandi aðilar í greininni krefjast hárra alþjóðlegra reikigjalda með farsímum og er þetta skaðlegt fyrir tengsl þeirra við viðskiptavini sína og umtalsverð hindrun á viðskiptum og ferðalögum í OECD‑hagkerfunum. Tilmæli OECD frá Council on International Mobile Roaming Services (ráðinu um alþjóðlega reikiþjónustu) (í febrúar 2012) mælir með því að metnar séu og fjarlægðar þær hindranir sem kunna að koma í veg fyrir að þjónustuaðilar sýndarfarsímanetkerfa fái aðgang að innlendri heildsölufarsímaþjónustu til að geta boðið upp á reikiþjónustu.

Takmarkað tíðniróf og aukin eftirspurn eftir gagnaþjónustu þýðir að farsímakerfi munu leitast við að los sig við umferð yfir á fastlínukerfin. Stefnumótandi aðilar og eftirlitsyfirvöld þurfa að tryggja að nægilegt framboð sé til að viðhalda fullnægjandi millitengingum fyrir þráðlaus kerfi, einkum ef til staðar er ófullnægjandi samkeppni milli aðgangsneta að fastlínuþjónustu. Þó að deilt sé um áætlanir um ljósþráðakerfi inn á heimili eru allir sammála um að rekstraraðilar netkerfa munu halda áfram að færa þessa tækni nær heimilum og endanlegum notendum. Vandamálið fyrir eftirlitsyfirvöld er að án tillits til hvaða tækni er notuð þá munu mörg svæði innan OECD væntanlega sjá fram á einokun eða tvíokun á föstum netkerfum. Þráðlaus kerfi geta veitt samkeppni en tíðnirófið sem fáanlegt er mun alltaf setja mörk sem eru ekki hindrun fyrir ljósþráðatengingar.

Síðan Hofur í samskiptum fyrir 2011 komu út hefur upplýsingamiðstöð netkerfa fyrir Asíu og Kyrrahafið orðið uppiskroppa með IPv4 vistföng við eðlilegar aðstæður og svo er einnig um Réseaux IP Europeéns Network Coordination Centre (samræmingarmiðstöð netkerfa í Evrópu). Vistföng sem úthlutað er í Afríku, Norður‑Ameríku og Suður‑Ameríku munu einnig ganga til þurrðar innan skamms. Arftaki IPv4, IPv6 gefur kost á 2128 vistföngum, sem er næstum ótakmarkaður fjöldi en hefur ekki verið tekinn í gagnið svo neinu nemi. Enda þótt helmingur þess búnaðar sem notaður er í fastlínutenginum fyrir Netið geti borið IPv6 í dag tengist aðeins 1% af þessum búnaði við þjónustuveitanda sem býður upp á IPv6.

Þó álögur eða gjöld í atvinnugreininni geti verið réttlætanleg í sérstökum tilgangi eins og að fjármagna eftirlitsyfirvöld geirans eða sem framlag til markmiða í sambandi við alþjónustu þá geta auknar skattaálögur á fjarskiptasviðið skaðað bæði neytendur og iðngreinina sjálfa.

© OECD

Þessi útdráttur er ekki opinber OECD þýðing.

Eftirprentun þessa útdráttar er leyfileg, að því tilskildu að getið sé höfundarréttar OECD og titils upprunalegu útgáfunnar.

Fjöltyngdir útdrættir eru þýdd ágrip af útgáfum OECD sem upphaflega voru gefnar út á ensku og frönsku.

Þeir eru fáanlegir án endurgjalds í netbókaverslun OECD www.oecd.org/bookshop

Hafið samband við Réttinda- og þýðingareiningu OECD, framkvæmdanefnd fjölmiðlunar og almannamálefna ef frekari upplýsinga er þörf hjá: [email protected] eða með faxi: +33 (0)1 45 24 99 30.

OECD Rights and Translation unit (PAC)
2 rue André-Pascal, 75116
Paris, France

Heimsækið vefsíðu okkar www.oecd.org/rights

OECD

Read the complete English version on OECD iLibrary!

© OECD (2013), , OECD Publishing.
doi: 10.1787/comms_outlook-2013-en

This is a required field
Please enter a valid email address
Approval was a Success
Invalid data
An Error Occurred
Approval was partially successful, following selected items could not be processed due to error