1887

OECD Multilingual Summaries

How's Life in Your Region?

Measuring Regional and Local Well-being for Policy Making

Summary in Icelandic

Cover
Read the full book on:
10.1787/9789264217416-en

Hvernig er lífið á svæði þínu?

Mælingar á svæðisbundinni og staðbundinni velllíðan vegna stefnumótunar

Útdráttur á íslensku

Allir vilja eiga kost á góðu lífi þar sem þeir búa þannig að mælingar á daglegri reynslu þeirra kunna að hafa meiri merkingu fyrir þá heldur en meðaltal innanlands gefur til kynna. Heildarmynd af hagkerfinu og samfélaginu þarf að ná til þess sem fólk metur mikils í sambandi við eigin lífsskilyrði, hvernig það bregst við þegar væntingar þess eru ekki uppfylltar og hvernig staðbundnar þjónustustofnanir leggja sitt af mörkum til að bæta atvinnutækifæri og stuðla að heilbrigðara lifi. Svæðisbundnar vísbendingar um vellíðan leggja sitt af mörkum til að veita upplýsingar um hvort efnahagsbati og velmegun merki betra lif fyrir alla.

Svæðin geta notað vísbendingar um vellíðan í margvíslegum tilgangi eftir því hver sérstök forgangsatriði og þarfir eru. Þessar vísbendingar geta verið landssvæðum stuðningur við að greina styrkleika sína og veikleika varðandi vellíðan, fylgjast með þróun og bera saman við aðra staði. Þær geta einnig aukið meðvitund um sérstök vandamál varðandi vellíðan. Einnig geta þær verið til leiðbeiningar við forgangsröðun í stefnumótun og gefið til kynna hvað borgurunum finnst vera mikilvægast.

Sameiginlegur rammi til að mæla svæðisbundna vellíðan á níu sviðum.

Hvernig er lífið á svæði þínu? býður upp á sameiginlegan ramma til að mæla vellíðan fólks innan tiltekins svæðis. Ramminn hefur verið hannaður til að bæta samfellu og áhrifamátt í stefnumótun með því að taka til athugunar níu svið sem hafa mótandi áhrif á efnislegar aðstæður fólks (tekjur, atvinnu og húsnæði) og lífsgæði þess (heilsu, menntun, umhverfi, öryggi aðgang að þjónustu og samfélagsþátttöku). Þessi níu svið taka mið bæði af einkennum einstaklinga og þess sem helst markar sérstök landssvæði. Best er að meta þessi svið með vísbendingum sem gefa til kynna raunverulegar niðurstöður frekar en innlag eða frálag.

Mælingar á þessum níu sviðum með notkun sambærilegra vísbendinga á 362 svæðum í 34 OECD‑ríkjum leiða í ljós að niðurstöður af vellíðan koma fram á margvíslegan hátt á ólíkum stöðum. Oft er meiri mismunur á vellíðan innan einstakra héraða tiltekins lands heldur en á milli ólíkra landa. Til dæmis er mismunurinn milli menntunarstigs vinnuafls innan Baskalands og Andalúsíu svipaður og mismunurinn milli Spánar og Svíþjóðar. Þess konar misræmi milli svæða getur aukið kostnað við velferðarkerfi, teflt samloðun samfélagsins í hættu og grafið undan frammistöðu landsins. Lönd með meiri háttar ósamræmi milli starfa, menntunar og aðgengis að þjónustu greinast einnig með lægri niðurstöður hvað varðar vellíðan innanlands.

Betra jafnvægi í niðurstöðum af mælingum á vellíðan gæti stuðlað að bættum viðnámsþrótti innan héraða.

Ef niðurstöður á mælingum á vellíðan sýna jafnari dreifingu getur það haft áhrif á líf fólks og gæti átt sinn þátt í að efla viðnámsþrótt héraða. Héruð með minni ójöfnuð í tekjum hafa að jafnaði sýnt fram á tiltölulega hraðari vöxt vergrar landsframleiðslu (GDP) á mann á síðastliðnum áratug og einkum árin eftir efnahagskreppuna. Þó er mikill mismunur í meðaltali á mælingum á vellíðan innan héraða og dreifing þeirra getur verið með ýmsum hætti. Ný gögn um ójöfnuð í tekjum innanlands, svo dæmi sé tekið, sýna að ójöfnuður tekna er að meðaltali hærri í stærri borgum.

Svæði eru misfær um að breyta niðurstöðum mælinga á vellíðan á tilteknu tímabili og hafa ólíkt afl til breytinga á hina margvíslegu þætti hennar. Þó niðurstöður mælinga á atvinnustigi geti breyst á nokkrum árum þá getur það kostað fjárfestingar til langs tíma að hafa áhrif á aðra þætti svo sem öryggi og menntun. Svo dæmi sé tekið voru meira en 80% svæða innan OECD á neðsta fimmtungi mælinga á öryggi og 90% þeirra sem voru á neðsta fimmtungi mælinga á menntun árið 2000 voru þar enn árið 2013.

Ramminn fyrir svæðisbundna velferð gefur til kynna að mismunandi svið vellíðanar geta bæði unnið gegn hvert öðru og bætt hvert annað upp. Samfella í stefnumótun eflist ef þar er tekið tillit til samræmis og málamiðlana á milli hinna ýmsu sviða. Borgararnir geta haft áhrif á hönnun og innleiðingu blöndu af stefnum með því að efla gæð stjórnunar og stofnana á sveitastjórnasviði.

Leiðsögn til að innleiða stefnu um svæðisbundna vellíðan.

Svæði og borgir sem hafa í huga að taka upp stefnu um vellíðan til að bæta núverandi lífskjör og tækifæri til framtíðar fyrir íbúa sína ættu að taka til athugunar eftirfarandi skref:

  • Yfirfæra markmið um vellíðan yfir í vísbendingar sem hafa bein tengsl við stefnumótun. Svæðisbundnar mælingar á vellíðan þurfa að vera tengdar með skýrum hætti við svæðisbundin stefnumið sem eru aðlöguð bæði milli stjórnstiga og innan þeirra hvers og eins.
  • Velja vísbendingar. Setja þarf upp samráðsferli á umræðustigi til að beina athyglinni að takmörkuðum hópi helstu vísbendinga sem gefa upplýsingar um staðbundin forgangsatriði og kosti eins og lögð er áhersla á í OECD Regional Well‑Being Framework (ramma OECD um svæðisbundna velferð).
  • Greina grunnástand og væntanlegar niðurstöður. Ef lögð er áhersla á að tilgreina skýran upphafspunkt og hóp markmiða sem stefnt er að auðveldar það að skipuleggja aðgerðir opinberra aðila um tiltekin tímamörk og ákveðin áfangamarkmið á leiðinni.
  • Fylgjast með framvindu og meta möguleika hinna ýmsu svæða. Vísbendingar um svæðisbundna vellíðan eru hentug tæki til að fylgjast með breytingum yfir tiltekið tímabil og greina sérstaka kosti sem stuðla að þróun innan hinna ýmsu sveitarfélaga.
  • Rækta þátttöku íbúanna og miðla upplýsingum. Þátttaka íbúanna frá fyrstu stigum mælingaátaksins eykur þrýsting til aðgerða, auðveldar að aðlaga stefnumótun eftir þörfum og eflir ábyrgðartilfinningu og traust milli manna.

© OECD

Þessi útdráttur er ekki opinber OECD þýðing.

Eftirprentun þessa útdráttar er leyfileg, að því tilskildu að getið sé höfundarréttar OECD og titils upprunalegu útgáfunnar.

Fjöltyngdir útdrættir eru þýdd ágrip af útgáfum OECD sem upphaflega voru gefnar út á ensku og frönsku.

Þeir eru fáanlegir án endurgjalds í netbókaverslun OECD www.oecd.org/bookshop

Hafið samband við Réttinda- og þýðingareiningu OECD, framkvæmdanefnd fjölmiðlunar og almannamálefna ef frekari upplýsinga er þörf hjá: [email protected] eða með faxi: +33 (0)1 45 24 99 30.

OECD Rights and Translation unit (PAC)
2 rue André-Pascal, 75116
Paris, France

Heimsækið vefsíðu okkar www.oecd.org/rights

OECD

Read the complete English version on OECD iLibrary!

© OECD (2014), How's Life in Your Region?: Measuring Regional and Local Well-being for Policy Making, OECD Publishing.
doi: 10.1787/9789264217416-en

This is a required field
Please enter a valid email address
Approval was a Success
Invalid data
An Error Occurred
Approval was partially successful, following selected items could not be processed due to error