1887

OECD Multilingual Summaries

Climate Change Mitigation

Policies and Progress

Summary in Icelandic

Cover
Read the full book on:
10.1787/9789264238787-en

Að draga úr veðurfarsbreytingum

Stefna og árangur

Útdráttur á íslensku

Að takast á við veðurfarsbreytingar er erfitt pólitískt viðfangsefni sem kallar á mikið traust og samstarf milli landa. Árið 2050 þarf losun gróðurhúsalofttegunda að vera 40‑70% minni en hún var 2010 og nálægt jafnstöðu eða fyrir neðan jafnstöðu árið 2100 ef halda á meðalhækkun hitastigs í heiminum undir 2°C. Ef áfram heldur sem horfir eru miklar líkur á verulega meiri hitastigshækkun, sem eykur hættuna á alvarlegum og óafturkræfum áhrifum á vistkerfi, verulegri röskun á landbúnaði og afleiðingum fyrir lýðheilsu á þessari öld og komandi öldum.

Í þessari skýrslu er kynnt þróun og árangur af stefnumiðum um að draga úr veðurfarsbreytingum hjá 34 aðildarríkjum OECD, Evrópusambandinu og 10 samstarfslöndum (Brasilíu, Kína, Kólombíu, Kostaríka, Indónesíu, Indlandi, Lettlandi, Rússneska sambandsríkinu og Suður‑Afríku). Skýrslunni er ætlað að auka gegnsæi og bæta skilning á markmiðum áætlana og á því að hvaða marki verðlagningu kolefnislosunar og öðrum stefnumiðum um að takast á við losun gróðurhúsalofttegunda hefur verið komið í framkvæmd í hinum ýmsu atvinnugreinum.

Bent er á eftirfarandi lykilþætti í þeirri þróun sem orðið hefur í viðleitninni til þess að draga úr veðurfarsbreytingum:

  • Samanlögð losun gróðurhúsalofttegunda frá löndum sem rannsökuð voru hefur aukist frá 10. áratugnum en dregið hefur úr losun sem hlutfalli af þjóðarframleiðslu í nærri öllum tilvikum. Í nokkrum tilvikum hefur dregið úr losun á nýliðnum árum í kjölfar fjármálkreppunnar en hún hefur aukist aftur vegna aukinnar efnahagsstarfsemi eða breytinga á kjarnorkustefnu í kjölfar Fukushima kjarnorkuslyssins. Þótt nokkur lönd hafi dregið úr losun er þörf á meiri metnaði hjá öllum í samræmi við grundvallarreglur Loftslagssáttmála Sameinuðu þjóðanna ef komast á hjá hættulegum veðurfarsbreytingum af mannavöldum.
  • Þótt notkun lágkolefnaorku fari vaxandi reiða flest lönd sig enn á jarðefnaeldsneyti í atvinnuvegum sínum og þau styðja áfram við framleiðslu og notkun jarðefnaeldsneytis. Bent er á að 45% af rafmagninu sem framleitt var árið 2012 í löndunum sem rannsóknin náði til voru framleidd með brennslu kola – sem mestri kolefnalosun veldur. Þótt nokkur lönd hafi náð árangri varðandi umbætur á sviði niðurgreiðslna til brennslu jarðefnaeldsneytis styðja mörg lönd áfram við framleiðslu og notkun jarðefnaeldsneytis.
  • Smám saman er verið að breyta orkusköttum þannig að þeir taki mið af kolefnisinnihaldi eldsneytis og í vaxandi fjölda umdæma eru kolefnisskattar notaðir beinlínis til að verðleggja losun CO2. Hins vegar er hlutdeild heildarlosunar sem fellur undir orku‑ og kolefnisskatta enn lítil og skatthlutfallið hefur til þessa verið of lágt til þess að stuðla að tæknibreytingum og breyta neytandahegðun að verulegu marki. Kolefnaskattar eru komnir á eða ráðgerðir á lands‑ eða héraðsvísu í 15 af þeim löndum sem rannsóknin náði til.
  • Vaxandi fjöldi svæða á alþjóða‑, lands‑ og héraðsvísu eru að taka upp viðskiptakerfi með losunarheimildir en verð heimilda er lágt. Kerfum hefur verið komið á í Evrópusambandinu og á landsvísu í Kóreu, Nýja Sjálandi og Sviss. Kína hefur komið á viðskiptakerfum í tilraunaskyni í sjö borgum og héruðum og er með áform um að koma á landsbundnu kerfi. Kerfum hefur einnig verið komið á á héraðsvísu í Kaliforníu og níu ríkjum í norðvesturhluta Bandaríkjanna, í Quebec í Kanada og í Tokyo og Saitama í Japan.
  • Nokkur lönd sem rannsökuð voru hafa nýlega gert umbætur á stefnumiðum sínum um stuðning við endurnýjanlegar orkulindir með því að draga úr innmötunargjöldum og auka innmötunargreiðslur og útboð á samkeppnisgrundvelli. Losunarstaðlar fyrir orkuver, eldsneytisnýtingarstaðlar fyrir bifreiðar og staðlar um orkunýtingu bygginga eru einnig mikið notaðir. Önnur markmið, svo sem að bæta orkuöryggi, loftgæði og lýðheilsu, geta stutt við slíka staðlagerð.
  • Opinber útgjöld til rannsóknar og þróunar í orkumálum sem hlutfall af þjóðarframleiðslu eru enn lág, þótt hlutdeild slíkra útgjalda sem renna til lágkolaorkutækni, svo sem orkugeymslu, snjallneta, þróaðra eldsneyta og farartækja og kolefnisföngunar og geymslu fari vaxandi. Árið 2012 vörðu 22 lönd innan OECD samanlagt um 13 milljörðum bandaríkjadala í opinbera rannsóknar‑ og þróunarvinnu, einkum á sviði endurnýjanlegra orkugjafa, orkunýtni og kjarnorku. Meira en helmingi opinberra útgjalda til rannsóknar og þróunar á sviði jarðefnaeldsneytis var varið í kolefnisföngun og geymslu í sumum löndum. Einkageirinn er einnig mikilvæg uppspretta fjárfestinga í orkutengdum rannsóknum og þróun.
  • Þótt flest þeirra landa sem rannsökuð voru hafi lítið gert til þessa til þess að draga úr losun frá landbúnaði hafa sum lönd náð verulegum árangri við að draga úr skógeyðingu og eru að taka á losun gróðurhúsalofttegunda frá atvinnugreinum utan orkuframleiðslugeirans. Landbúnaður, skógeyðing, iðnaðarvinnsla og úrgangur eru mikilvægar uppsprettur gróðurhúsalofttegunda í sumum löndum. Styrkur losunar frá landbúnaði hefur minnkað í mörgum löndum síðan 1990. Það hefur hins vegar reynst erfitt að framkvæma stefnu um að draga úr losun í þessari atvinnugrein, því lítið er um ódýra tækni sem gagnast í þeim efnum í landbúnaði. Verulegur árangur hefur náðst í að draga úr hraða skógeyðingar í sumum löndum (t.d. Brasilíu) en raunar frá býsna háum byrjunarreit. Sambland af efnahagslegum tækjum og upplýsingastefnu er nú í notkun til þess að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda frá iðnaði og sorpvinnslu.

Nánast öll löndin sem rannsóknin tók til hafa sett sér markmið um að draga úr losun í samhengi Loftslagssáttmála Sameinuðu þjóðanna og Kyoto bókunarinnar og fer metnaður markmiðanna eftir aðstæðum í hverju landi. Mörg lönd hafa einnig tilkynnt um áformað landsbundið framlag (e. intended nationally determined contributions) eftir árið 2020. Á landsvísu hefur Bretland komið á lagalega bindandi markmiði um að draga úr losun ásamt skammtímamarkmiði um takmörkun kolefna og sams konar nálgun hefur verið beitt eða eru til athugunar í Danmörk, Finnlandi, Frakklandi og Noregi. Mörg lönd hafa einnig sett sér markmið um vísitölur varðandi losun gróðurhúsalofttegunda, endurnýjanlegar orkulindir, orkunýtni og verndun skóga.

Jafnvel þótt landsbundin framlög og markmið sem tilkynnt hefur verið um til þessa náist verður kolefnisjöfnuðurinn engu að síður sprunginn (miðað við hitastigshækkun undir 2 °C) um 2040 nema gripið verði til öflugri aðgerða. Þótt flest löndin sem rannsóknin náði til séu að ná einhverjum árangri í þá átt að ná markmiðum um að draga úr losun eru mörg þeirra á braut sem ekki mun skila tilætluðum árangri nema verulega verði hert á árlegri minnkun losunar.

© OECD

Þessi útdráttur er ekki opinber OECD þýðing.

Eftirprentun þessa útdráttar er leyfileg, að því tilskildu að getið sé höfundarréttar OECD og titils upprunalegu útgáfunnar.

Fjöltyngdir útdrættir eru þýdd ágrip af útgáfum OECD sem upphaflega voru gefnar út á ensku og frönsku.

Þeir eru fáanlegir án endurgjalds í netbókaverslun OECD www.oecd.org/bookshop

Hafið samband við Réttinda- og þýðingareiningu OECD, framkvæmdanefnd fjölmiðlunar og almannamálefna ef frekari upplýsinga er þörf hjá: [email protected] eða með faxi: +33 (0)1 45 24 99 30.

OECD Rights and Translation unit (PAC)
2 rue André-Pascal, 75116
Paris, France

Heimsækið vefsíðu okkar www.oecd.org/rights

OECD

Read the complete English version on OECD iLibrary!

© OECD (2015), Climate Change Mitigation: Policies and Progress, OECD Publishing.
doi: 10.1787/9789264238787-en

This is a required field
Please enter a valid email address
Approval was a Success
Invalid data
An Error Occurred
Approval was partially successful, following selected items could not be processed due to error