1887

OECD Multilingual Summaries

The Space Economy at a Glance 2014

Summary in Icelandic

Cover
Read the full book on:
10.1787/9789264217294-en

Yfirlit yfir hagkerfi geimferða 2014

Útdráttur á íslensku

Hnattræn geimferðastarfsemi er hátæknigeiri með mjög flókið innra vistkerfi og innan hans störfuðu að minnsta kosti 900.000 manns um allan heim árið 2013 þar með talin opinber stjórnsýsla (geimferðastofnanir, deildir geimferðamála hjá borgaralegum og varnartengdum stofnunum), framleiðsluiðngreinar sem tengjast geimferðum (smíði eldflauga, gervitungla, jarðstöðva), beinir birgjar þessa iðngreina (einstakir hlutir) og þjónustugeirinn sem sinnir geimferðum í viðtækari skilningi (einkum fyrirtæki á sviði samskiptaþjónustu um gervihnetti). Þessar áætlanir taka þó ekki tillit til háskóla og rannsóknastofnana sem einnig gegna mikilvægu hlutverki í rannsóknum og þróun sem þiggjendur opinberra samninga og frumkvöðlar að stórum hluta þeirrar nýsköpunar sem á sér stað í geimferðageiranum.

Kaup og þróun á framkvæmdagetu sem tengist geimferðum er enn mjög eftirsóknarvert stefnumótandi markmið og þeim löndum og fyrirtækjum sem fjárfesta í geimferðakerfum og eftirnotkun þeirra heldur áfram að fjölga. Þrátt fyrir efnahagskreppuna hélst fjármögnun til stofnana stöðug árið 2013 á heimsvísu og aukning varð á fjárhagsáætlunum allmargra OECD‑ríkja og vaxandi hagkerfa. Geimurinn er iðulega talinn kostnaðarsamur en opinberar fjárfestingar eru aðeins mjög lítill hundraðshluti miðað við verga landsframleiðslu í G20 löndunum öllum. Í Bandaríkjunum sem er með langstærstu geimferðaáætlun heims er starfsemi sem tengist geimnum aðeins 0,3% af vergri landsframleiðslu og í Frakklandi innan við 0,1% af henni.

Enda þótt OECD‑ríkin hafi veitt langmestu fé til geimferða á heimsvísu árið 2013 (USD 50,8 milljarða m.v. jafnvirðisgengi eða PPP) á aukin starfsemi á sviði geimferða á sér stað um allan heim utan OECD, einkum í Brasilíu, Rússlandi, Indlandi og Kína (um 24 milljarðar m.v. jafnvirðisgengi).

Hagkerfi geimferða gaf af sér tekjur sem námu um USD 256,2 miljörðum árið 2013 sem skiptist á milli birgðakeðjunnar til framleiðsluiðnaðar á sviði geimferða (33%), rekstraraðila gervihnatta (8,4%) og neytendaþjónustu (58%) ásamt aðilum sem nýta sér gervihnattaþjónustu að einhverju marki til að skapa hluta tekna sinna svo sem sendingu sjónvarpsþjónustu beint til heimila gegnum gervihnött.

Hnattvæðing geimferðageirans eykur hraðann

Hnattvæðing hefur áhrif á hagkerfi geimsins á mismunandi stigum. Á níunda áratugnum voru aðeins örfá ríki fær um að smíða gervihnött og skjóta honum á loft. Nú eru miklu fleiri lönd og fyrirtæki þátttakendur á breiðu sviði iðnaðarstarfsemi sem tengist geimnum og búist er við að þessi þróun muni eflast á komandi árum. Aðfangakeðjur vegna þróunar og starfsemi geimferðakerfa eru einnig í stöðugri þróun á alþjóðavísu jafnvel þótt gámferðageirinn sé enn undir miklum áhrifum og mótun af hernaðarlegu mikilvægi og öryggissjónarmiðum. Margs konar geimferðatækni er í notkun á tvenns konar vettvangi þ.e.a.s í tengslum við bæði borgaralegar og hernaðarlegar áætlanir sem hafa tilhneigingu til að setja hömlur á alþjóðaviðskipti með afurðir úr geimnum. Samt sem áður og eins og leitt hefur verið í ljós af nýlegum rannsóknum á vegum OECD þá eru hnattværar virðiskeðjur og þjónustu‑ og aðfangakeðjur að alþjóðavæðast mjög hratt. Þó samskiptahættir milli aðila á sviði geimferða geti verið ólíkir (t.d. samvinna sem felst í skiptum á þjónustu milli geimferðastofnana, verktakastarfsemi erlendra birgja, alþjóðlegar jöfnunaráætlanir) þá er tilhneigingin í áttina til alþjóðavæðingar farin að hafa áhrif um gervallt geimferðahagkerfið – allt frá rannsóknum, þróun og hönnun til framleiðslu og þjónustu.

Eftir því sem fleiri þátttakendur leitast við að hasla sér völl innan hnattværra virðiskeðja verður samkeppnin á hinum tiltölulega þrönga viðskiptalega markaði fyrir geimför, geimflaugar og einstaka hluti sífellt harðari. Til hliðar við þetta þá er útþensla loftferða‑ og rafeindatæknisamstæða sem beinist að nýjum mörkuðum í löndum þar sem ný fjárfesting á vegum hins opinbera í geimferðaáætlunum á sér stað farin að hafa áhrif á mannauð. Eftir því sem ný tækifæri koma fram í formi samstarfs á sviði vísinda, tækninýsköpunar, nýmæla um notkun, þróunarmarkaða o.s.frv. þá birtast einnig nýjar áhættur – aukið varnarleysi vegna birgðakeðja sem eru strekktar til hins ýtrasta gagnvart ýmsum truflunum, svo dæmi sé tekið. Það verður krefjandi verkefni á komandi árum fyrir stefnumótandi aðila og þátttakendur í iðnaðinum að finna jafnvægi milli þessarar áhættu og tækifæranna .

„Lýðvæðing“ geimsins fær auknar undirtektir

Ný kraftmikil öfl eru að leysast úr læðingi í geimferðageiranum og sumar tækninýjungar eru innleiddar í auknum mæli (t.d. rafræn knúningskerfi um borð í stórum fjarskiptagervihnöttum, þrívíð prentun sem notuð er í iðnaði og hefur verið prófuð úti í geimnum í Alþjóðageimstöðinni) og aðrar nýjungar sem eru í þann veginn að koma fram (t.d. framfarir í smækkun sem gerir litla gervihnetti mun ódýrari). Nýsköpun í vísindum og tækninýjungar veita fleirum aðgang að hagnýtingu geimsins. Enn mun það taka margra ára rannsóknir og þróun með stöðugum fjárveitingum til að hægt verði að þróa hátækniskynjara og geimför af fremstu gerð. Þrátt fyrir það geta háskólar nú keypt tilbúna tækni og búnað til að smíða smá gervitungl og virkni þeirra fer sífellt vaxandi. Nýsköpun í iðnaðarferlum gefur einnig vonir um að geta hugsanlega gjörbylt framleiðslu úti í geimnum með því til dæmis að aðlaga fjöldaframleiðslutækni bílaiðnaðarins að tilteknum kerfum úti í geimnum. Þessi nýja kraftmikla þróun, ásamt hnattvæðingu gæti í auknum mæli haft áhrif á hvaða hátt starfsemi úti í geimnum fer fram um allan heim, einkum fyrir þau fyrirtæki sem fyrir eru á markaði.

Mikið af þeim félagslegu og hagrænu áhrifum af fjárfestingu í geimnum koma sífellt betur í ljós

Félagsleg og hagræn áhrif af fjárfestingu í geimnum eru af mismunandi toga. Áhrifin af því að hagnýta sér geiminn geta iðulega fólgist í auknum gæðum (þ.e.a.s. bættri ákvarðanatöku sem byggir á gervihnattamyndum) en er einnig mælanleg í fjármunum í tilfellum sem skráð hafa verið svo sem minni kostnaður af því að nota leiðsögubúnað um gervihnött. Samt þarf að bæta upplýsingastreymi sem byggir á reynslu til aðila sem taka ákvarðanir svo og almennra borgara. Við mat á hreinum ávinningi af fjárfestingum í geimnum þarf að efla átak á alþjóðavísu til að byggja upp þekkingargrunn og þróa leiðir til að færa þekkingu og reynslu til framkvæmdaaðila um allan heim. Þetta gæti bætt dreifingu upplýsinga sem byggja á staðreyndum um ávinning og takmarkanir hagnýtra verkefna í geimnum en um leið minnkað hættuna á að þurfa að „finna hjólið upp aftur“.

© OECD

Þessi útdráttur er ekki opinber OECD þýðing.

Eftirprentun þessa útdráttar er leyfileg, að því tilskildu að getið sé höfundarréttar OECD og titils upprunalegu útgáfunnar.

Fjöltyngdir útdrættir eru þýdd ágrip af útgáfum OECD sem upphaflega voru gefnar út á ensku og frönsku.

Þeir eru fáanlegir án endurgjalds í netbókaverslun OECD www.oecd.org/bookshop

Hafið samband við Réttinda- og þýðingareiningu OECD, framkvæmdanefnd fjölmiðlunar og almannamálefna ef frekari upplýsinga er þörf hjá: [email protected] eða með faxi: +33 (0)1 45 24 99 30.

OECD Rights and Translation unit (PAC)
2 rue André-Pascal, 75116
Paris, France

Heimsækið vefsíðu okkar www.oecd.org/rights

OECD

Read the complete English version on OECD iLibrary!

© OECD (2014), The Space Economy at a Glance 2014, OECD Publishing.
doi: 10.1787/9789264217294-en

This is a required field
Please enter a valid email address
Approval was a Success
Invalid data
An Error Occurred
Approval was partially successful, following selected items could not be processed due to error